Rjúpnaveiðin ágæt í haust

Skipting á rjúpnaveiði eftir landshlutum árið 2014.
Skipting á rjúpnaveiði eftir landshlutum árið 2014. ust.is

Síðasti dagur til að stunda rjúpnaveiði í ár var sunnudaginn 17. nóvember og virðist sem rjúpnaveiðin þetta haustið hafi almennt gengið nokkuð vel og flestir veiðimenn sem stunduðu veiðar fengið nóg í hátíðarmatinn þessi jól. Talið er að rúmlega 5.000 manns gangi til rjúpna á hverju hausti.

Að sögn Dúi Landmark, formanns Skotveiðifélags Íslands, þá sé það tilfinning manna þar á bæ að flestir veiðimanna séu nokkuð sáttir afrakstur veiðanna.  Síst virðist þó hafa gengið á vesturlandi og á vestfjörðum, en þetta hafi meira og minna verið spurning um heppni og aðstæður, þá sérstaklega hvað snjóalög varðar. Þá virðist sem veiðin hafi gengið einna best norðaustanlands eins og oft áður. 

Veðurskilyrði hafi almennt verið góð þær helgar sem leyft var að veiða. Algengar veiðitölur sem heyrst hafi hjá mönnum eru á bilinu 15 til 20 fuglar sem ætti að nægja flestum í hátíðarmatinn.

Heildarveiðitölur munu þó ekki liggja fyrir strax. Samkvæmt upplýsingum frá Steinari Rafn Beck Baldurssonar, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, þá munu nákvæmar veiðitölur ekki liggja fyrir fyrr en í byrjun apríl 2016 þegar allir skotveiðimenn eiga að verða búnir að skila inn veiðiskýrslum inn á skilavef Umhverfisstofnunar.  Náttúrufræðistofnun Íslands hafði metið veiðiþol rjúpnastofnsins í ár 54.000 fuglar en stofninn virðist víðast hvar í niðursveiflu nema þá á norðausturlandi. 

Árið 2014 veiddust 33.185 rjúpur samkvæmt veiðitölum sem má finna inn á vef stofnunarinnar, en Náttúrufræðistofnun Íslands mat þá veiðiþol rjúpnastofnsins 48.000 fuglar. Þetta er harla lítil veiði í samanburði við árin áður en algjört rjúpnaveiðibann var sett á árin 2002 til 2004 og síðan þegar leyft var að veiða aftur 2005 þar sem veiðitímabilið var stytt verulega og sölubann tók gildi.  Meðalveiðin árin 1995 til 2000 var til að mynda um 147.000 fuglar en þá var veiðitímabilið mun lengra og magnveiðar algengar enda var þá hægt að selja rjúpur til kaupmanna. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert