Úlfarsá (Korpa) skiptir um hendur

Frá Úlfarsá (Korpu).
Frá Úlfarsá (Korpu). hreggnasi.is

Samkvæmt upplýsingum frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur mun félagið taka yfir sölu á veiðileyfum í Úlfarsá frá og með sumrinu 2017. Áin hefur einnig oft verið kölluð Korpa þar sem hún rennur að stórum hluti í landi Korpúlfstaða.

Ákvað veiðifélag árinnar í vetur að vera með lokað útboð og var tilboði Stangveiðifélagsins tekið og 5 ára leigusamningur gerður í framhaldi. Áin er jafnan fremur vatnslítil og viðkvæm og nær veiðisvæðið frá Hafravatni og niður að ósi og er um sjö kílómetra langt.  Meðalveiði í gegnum tíðna hefur verið um 200 laxar.  Leyft er að veiða þar á tvær stangir Úlfarsá og er leyft að veiða þar jöfnum höndum á maðk og flugu.  Stangveiðifélagið Hreggnasi hefur um árabil verið leigutaki árinnar.

Má segja að þarna hafi Stangveiðifélagið unnið hálfgerðan varnarsigur því nýverið missti það Leirvogsá sem félagið hafði haft á sínum snærum um áratugaskeið. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert