Ölfusá opnuð

Bogi og Sverrir með fyrstu fiskana á land af svæðinu …
Bogi og Sverrir með fyrstu fiskana á land af svæðinu í sumar. svfs.is

Ölfusá fyrir landi Selfoss var opnuð af félagsmönnum Stangveiðifélags Selfoss í gærmorgun.

Það var Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Selfoss, sem tók fyrsta kastið á slaginu klukkan sjö undir styrkri leiðsögn Páls Árnasonar, heiðursfélaga SVFS, og Guðmundar Maríasar Jenssonar, formanns félagsins. 

Fljótlega var sett í lax og sá fyrsti kom á land klukkan 07:30. Var það Bogi Karlsson sem veiddi 4 punda hæng í Klettsvíkinni svokallaðri. Skömmu seinna veiddi svo Sverrir Einarsson tæplega 6 punda sjóbirting í Víkinni á túpu sem kölluð er Belginn. 

.

Kjartan Björnsson tekur fyrsta kastið af Pallinum við Ölfusá.
Kjartan Björnsson tekur fyrsta kastið af Pallinum við Ölfusá. svfs.is
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert