Risasjóbirtingur úr Þveit

Rene Bärtschi með sjóbirtinginn stóra.
Rene Bärtschi með sjóbirtinginn stóra. veidikortid.is

Fram kemur á vef Veiðikortsins að erlendur veiðimaður hafi fengið risasjóbirting í vatninu Þveit, sem er skammt frá Höfn í Hornafirði.

Greint er frá því að Svisslendingurinn Rene Bärtschi hafi dálæti á því að koma til Íslands og veiða. Hann var við veiðar í hálfan mánuði í júní og veiddi í vötnunum á Austurlandi, Skriðuvatni, Urriðavatni og Þveit, og veiddi vel.

Þann 14. júní var hann við veiðar í Þveit þegar hann fékk boltasjóbirting sem var 95 sm að lengd og er það sennilega stærsti fiskur sem vitað er að hafi veiðst úr vatninu. Rene fékk 10 birtinga til viðbótar sem voru 45 til 65 sm að lengd, en sjógengt er í Þveit í gegnum svokallaðan Þveitarlæk þannig að sjóbirtingur á þangað greiða leið.

Þá kemur fram að fyrir utan þennan risafisk kíkti Rene þrisvar í Skriðuvatn og fékk þar 5 urriða frá 52 upp í 66 sm.  Einnig fékk hann 10 bleikjur í Urriðavatni sem voru um 45 sm að lengd.

Rene mun hafa komið til Íslands á hverju sumri frá 2008 og hefur veitt mikið á Austurlandi. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert