Mjög góður gangur í Elliðaánum

Jóhann Mar Ólafsson með 87 cm hæng úr Elliðaánum í …
Jóhann Mar Ólafsson með 87 cm hæng úr Elliðaánum í gær og er þetta hans stærsti lax hingað til. Ólafur E. Jóhannson

Fín veiði hefur verið í Elliðaánum frá því þær voru opnaðar fyrir viku.

Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi E. Jóhannssyni, formanni árnefndar Elliðaánna, voru í gærkveldi komnir 94 laxar á land sem er mjög gott miðað við fyrri ár. Hann sagði að ágætis laxagengd væri í ánum þessa dagana og lax að ganga á hverju flóði og útlitið því gott fyrir sumarið.

Júníveiðin í fyrra var til dæmis 44 laxar og er útlit fyrir að júníaflinn í ár verði í kringum 150 laxar ef sami gangur verður í veiðinni og verið hefur. Ef þannig fer verður veiðin á pari við árið 2013, en þá var byrjunin mjög góð í Elliðaánum. 

Fram kom hjá Ólafi að í morgun voru 120 laxar gengnir í gegnum teljarann og fyrir ofan teljara hafa þegar veiðst 45 laxar það sem af er. Þar af hefur 11 löxum verið sleppt þannig að nettótala veiddra laxa ofan teljara er 34 sem þýðir að 86 laxar eru ofan teljara. 

Þá mun lax vera farinn að dreifa sér þokkalega á efri svæðin, þannig eru Árbæjarhylur, Hundasteinar, Hraun og Símastrengur farnir að gefa lax, en gera má ráð fyrir að lax sé genginn upp í Höfuðhyl sem er efsti veiðistaður í Elliðaánum. Menn eru hins vegar lítið farnir að fara þangað uppeftir, enda mun meira af laxi samankomið á neðri svæðunum. 

Alls eru 5 laxar lengri en 70 cm komnir úr Elliðaánum, þar af eru tveir 87 cm langir. Annar þeirra var vigtaður og reyndist 7,5 kg. Nefna má að í gærkveldi sáust allnokkrir stórlaxar í Fosskvörn, sem er næsti veiðistaður neðan við Sjávarfoss, og taldi sjónarvottur að laxarnir væru vel yfir 5 kg. Stórlaxinn sem Jóhann Mar Ólafsson (86 cm og 7,5 kg) veiddi í gær hefur væntanlega verið úr þeirri göngu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert