Reytingur í Laxárdal

75 cm urriðahængur sem Olivier Masmonteil veiddi við Laugeyjar í …
75 cm urriðahængur sem Olivier Masmonteil veiddi við Laugeyjar í ágúst 2015. Bjarni Höskuldsson

Að sögn Bjarna Höskuldssonar, sem annast urriðasvæðið í Laxárdal, ofan virkjunar í Laxá í Þingeyjarsýslu, er reytingsveiði þar framan af.

Það hefur þó gengið ágætlega hjá þeim sem hafa verið við veiðar en töluvert var óselt í júní og því var nýtingin ekki upp á það besta.

Stærðin á urriðanum er framhald af sumrinu í fyrra og er meðalstærðin að verða ótrúlega mikil frá ári til árs. Sem dæmi um það eru komnir tveir 74 cm á land það sem af er og nokkrir um og yfir 70 cm. Veiðin það sem af er einkennist af púpum, kúluhausum og svo straumflugum. Þurrflugan hefur þó verið að byrja að koma inn nú síðustu daga.

Bjarni sagði að áin væri hrein og fín það sem af er en hann krossi þó fingur og biðji um að ekki verði öflugur þörungablómi í sumar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert