Frábær byrjun í Langadalsá

Mynd af laxinum stóra úr Kirkjubólsfljóti.
Mynd af laxinum stóra úr Kirkjubólsfljóti. lax-a.is

Langadalsá við Ísafjarðardjúp var opnuð síðastliðinn föstudag og þar fór veiði vel af stað.

Fram kemur hjá Stangveiðifélaginu Lax-á að menn hafi verið búnir að sjá talsvert af laxi í ánni löngu fyrir opnun.

Fór svo að opnunin var með þeim betri síðustu ár og fékk fyrsta hollið 13 laxa og auk þess láku níu af. Fram kemur að laxinn hafi verið vel dreifður um ána, fékkst fiskur til að mynda í Iðusteinum og Bolla en mesta lífið var þó í Kirkjubólsfljóti og Túnfljóti.

Þá kom stórfiskur á land þegar Þorleifur Pálsson landaði stærsta laxinum, 102 cm hnausþykkum hæng úr Kirkjubólsfljóti, eftir stranga viðureign.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert