Fyrsta holli í Stóru Laxá 4 lokið

Stórlax af efsta svæðinu í Stóru Laxá.
Stórlax af efsta svæðinu í Stóru Laxá. Árni Baldursson

Á hádegi lauk veiði opnunarhollsins á efsta svæðinu í Stóru-Laxá í Hreppum og var áframhald á góðri veiði.

Fram kemur hjá Valgerði Árnadóttur, sem var í hollinu, að samtals hafi 32 löxum verið landað eftir tveggja og hálfs dags veiði, en veitt var einungis á tvær stangir. Laxinn var vel dreifður um svæðið og langmest af honum frá 80 til 93 cm, en stærsti laxinn reyndist 96 cm langur. Eins og gengur sluppu nokkrir stórir eftir talsverða baráttu.

Fram kemur að skilyrði til veiða hafi verið eins og best verður á kosið og í morgun hafi eingöngu verið veitt á yfirborðinu með svokölluðum „hitch“-flugum. Var sex löxum landað og þar á meðal þeim stærsta úr Treg. 

Neðri svæðin í ánni verða svo opnuð á morgun.

Valgerður með lax úr opnuninni.
Valgerður með lax úr opnuninni. Árni Baldursson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert