Stórlax úr Vatnsdal

Stórlaxinn úr Hnausastreng nú í kvöld.
Stórlaxinn úr Hnausastreng nú í kvöld. Björn K. Rúnarson

Stórlaxarnir eru byrjaðir að taka í Vatnsdalsá og kom einn úr yfirvigt á land í kvöld. 

Það var veiðifélagi Björns K. Rúnarssonar, umsjónamanns árinnar, sem veiddi 106 cm hæng í hinum alræmda stórlaxastað, Hnausastreng. Að sögn Björns tók sá stóri klassíska einnar tommu Collie dog-túpu út af grjótgarðinum í strengnum sjálfum.  

Veiðimaðurinn þurfti að hafa mikið fyrir fisknum sem rauk langt út á undirlínu strax í upphafi, en hægði svo á sér og þumbaðist mikið eftir það. Það tók veiðimanninn ekki nema 35 mínútur að landa honum og þá fyrst áttuðu þeir sig á því hve stór hann var. Að sögn Björns var þessi fiskur ólúsugur og sennilega búinn að vera í ánni í um 10 daga.

Björn segir að menn hafi orðið varir við nokkra í þessum stærðarflokki í ánni frá því hún var opnuð, aðallega í Hnausastrengnum en einnig í uppánni frammi í dal. Björn veiddi annan 102 cm fyrir nokkrum dögum í opnunarhollinu úr Hnausastreng.

Á síðdegisvaktinni í dag komu tíu laxar á land og voru Björn og félagi hans með sex laxa á stöngina, einn smálax, fjóra stórlaxa frá 84 til 87 cm og svo þann stóra. Stöngin sem deildi með þeim svæði náði einum 90 cm grálúsugum úr Hnausastreng.  

Áin hefur því gefið samtals 135 laxa frá því hún var opnuð hinn 20. júní síðastliðinn, sem er afburðargóð veiði, og er meðallengd veiddra laxa rúmir 83 cm eða um 13 pund. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert