Mjög góð veiði í Ölfusá

Mynd frá Víkinni í Ölfusá frá sumrinu 2015.
Mynd frá Víkinni í Ölfusá frá sumrinu 2015. svfs.is

Það hefur veiðst vel í Ölfusá við Selfoss frá en þar var opnað fyrir um viku.

Samkvæmt upplýsingum frá Stangveiðifélagi Selfoss var veiðin í kvöld komin í 43 laxa og tvo sjóbirtinga og er mest af aflanum fallegur og bjartur smálax. Á sama tíma í fyrra var búið að veiða þrjá laxa, en þegar upp var staðið reyndist þó sumarið vera fjarskalega gott og það þriðja besta frá upphafi.

Í dag veiddist svo stærsti lax sumarsins það sem af er, en það var Steingrímur Guðmundsson, félagsmaður í Stangveiðifélagi Selfoss, sem veiddi fiskinn á Miðsvæðinu svokallaða. Hann veiddist á maðk og reyndist vera 7,2 kg og 86 cm á lengdina.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert