Áhyggjur af mögulegri erfðablöndun villtra laxa

Sjáanlegur sam­an­b­urður er á villtum laxi og eldislaxi. Villt­ur lax …
Sjáanlegur sam­an­b­urður er á villtum laxi og eldislaxi. Villt­ur lax uppi og eld­islax niðri. Sum­arliði Óskars­son

Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir að þar á bæ hafi menn miklar áhyggjur af mögulegri erfðablöndun villta íslenska laxastofnsins við norskan eldislax.

Hann segir að þau áform sem séu uppi um 25 þúsund tonna eldi kalli á að 10 milljónir norskra eldislaxa verði syndandi í kvíum við Ísland. Jón Helgi kveðst þess fullviss að laxar muni sleppa úr þessum kvíum eins og dæmin sanna og muni þannig valda erfðamengun.

Í Noregi þar sem menn reka svona umfangsmikið fiskeldi, eins og stendur til að reka á Austfjörðum, þar eru villtir laxastofnar með verulega erfðamengun. Og það er ekkert sem getur komið í veg fyrir að það verði raunin á Íslandi ef áform af þessari stærðargráðu verða að veruleika hér á landi. 

Jón Helgi hvetur stjórnvöld til að beita varúðarreglu í nýjum náttúruverndarlögum og gera körfu um að eldislax verði geltur.  Slík tækni sé vel þekkt og þar með yrði þetta eldi ekki eins hættulegt íslenskri náttúru eins og hinir ógeltu eldislaxar.  Annað væri óboðlegt gagnvart íslenskri náttúru.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert