Þokkalegur gangur í Hofsá

Breskur veiðimaður með 85 cm lax úr Foss II í …
Breskur veiðimaður með 85 cm lax úr Foss II í Hofsá í vikunni sem tók Haug gárutúpu. Sigurður Héðinn

Að sögn Sigurðar Héðins Harðarsonar, oft kennds við Haug og leiðsögumanns við Hofsá í Vopnafirði, er þokkalegur gangur í veiðinni og mun betri veiði en síðasta sumar.  

Talsvert mikið af fiski er að ganga og ástandið með allt öðrum hætti en á sama tíma í fyrra, sem var eitt versta veiðisumar í sögu árinnar. Í dag voru komnir 100 laxar á land en á sama tíma í fyrra voru þeir 35.

Að sögn Sigurðar hefur takan þó ekki verið upp á það besta en menn verða varir við talsvert af fiski sem væri nóg til að halda mönnum á tánum. Köld leiðindanorðanátt hefur verið síðustu daga, en nú sé komin sól og mun skaplegra veður sem ætti að fá fiskinn meira á yfirborðið og gefa fyrirheit um betri veiði næstu daga.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert