Vatn byrjað að renna í Grenlæk

Mynd tekin við Grenlæk í dag og má sjá að …
Mynd tekin við Grenlæk í dag og má sjá að vatn er tekið að renna í ánna eins og áður var. Stórifoss á svæði 6 í fjarska. Jón Hrafn Karlsson‎

Árangur virðist strax hafa orðið við það að opnað var fyrir tvö rör í flóðvarnargörðum í Eldhrauni við Skaftá sem Orkustofnun lét loka í vor.

Hörður Davíðsson á Efri-Vík í Skaftárhreppi gafst upp á ráðaleysi yfirvalda varðandi úrlausn málsins og opnaði fyrir rörin í síðustu viku, en bændum og sérfræðingum hafði ekki komið saman um hvernig bregðast ætti við því að Grenlækur og Tungulækur væru að þurrkast upp.

Höfðu þessar þekktu sjóbirtingsár nánast þurrkast upp á um 10 kílómetra svæði á nokkrum vikum, en um er að ræða eitt mesta búsvæði sjóbirtings á Íslandi og hafði fiskur drepist að stórum hluta.

Það var svo í gær sem Orkustofnun gaf leyfi til að veita Skaftá út á Eldhraun og í dag mátti sjá að vatn var byrjað að renna í Grenlæk átta dögum eftir að Hörður opnaði fyrir rörin.

Vekur það upp vonir um að sá sjóbirtingur sem er enn í hafi nái því að koma i haust og hrygna og viðhaldi þannig stofninum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert