Frábær veiði í Haukadalsá

Laxi landað úr Horninu í Haukadalsá.
Laxi landað úr Horninu í Haukadalsá. svfr.is

Fram kemur á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur að mjög góð veiði sé í Haukadalsá í Dölum þessa dagana.

Sagt er frá því að holl sem lauk veiðum í hádeginu í dag landaði 89 löxum á tveimur dögum á stangirnar fimm, sem er ævintýraleg veiði. Uppistaðan í aflanum var vel haldinn og fallegur smálax en undanfarna daga hefur veiðst á annað hundrað laxa í ánni og veiðitölur því tekið kipp.

Hinn 13. júlí hafði 233 löxum verið landað í Haukadalsá og stóð því veiðin í hádeginu í tæpum 350 fiskum, en á sama tíma í fyrra voru þeir innan við hundrað. Sagt er frá því að smáflugur séu sérstaklega skæðar í Haukadalsá þessa dagana og kom megnið af aflanum á smáflugur númer 16 eða jafnvel minni, auk þess sem gárubragðið virkaði vel. Grænar og svartar flugur gáfu vel eins og  Green But en einnig Haugurinn og Nagli.

Sagt er að lax sé í hverjum einasta hyl í ánni og sumir þeirra að verða vel setnir. Lúsugur lax hefur verið að veiðast og nýr fiskur að skríða inn á hverju flóði. Þá hafa menn orðið varir við mikið af mjög stórum löxum sem hafa enn sem komið er ekki fallið fyrir flugum veiðimanna.

Sömu sögu er að segja frá Laxá í Dölum sem rennur skammt frá, en þar hefur verið afbragðsveiði í sumar þar sem rúmum 250 löxum hefur verið landað, sem er mun betra en á sama tíma í fyrra, sem reyndist þó mjög gott sumar þegar upp var staðið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert