Frábær opnun í Norðlingafljóti

Fallegur lax úr opnunarhollinu í Norðlingafljóti.
Fallegur lax úr opnunarhollinu í Norðlingafljóti. Jóhannes Sigmarsson

Norðlingafljót opnaði á mánudaginn og þar fór veiði vel af stað enda hafði óvenju mikið af laxi gengið upp í Hafnará þaðan sem laxinn er svo fluttur upp í fljótið.

Norðlingafljót á upptök sín á hálendinu á Arnavatnsheiði og það rennur á milli Hallmundarhrauns og Tungu og sameinast Hvítá skammt ofan við Hraunfossa. Áin er ekki laxgeng og þess vegna er hafbeitarlax sem gengur í Hafnará undir Hafnarfjalli fluttur upp í fljótið 

Að sögn Jóhannesar Sigmarsson, sem heldur utan um veiðileyfi í ánni, þá gekk opnunin frábærlega og 72 laxar veiddust á 4 stangir á tveimur dögum. Mikið var af tveggja ára laxi í afla veiðimanna og sá stærsti var 89 cm.

Mikill lax er að ganga í Hafnará þessa daganna og eru stöðugir flutningar á fiski á milli ánna. Jóhannes sagði að lokum að í dag væri búið að flytja samtals tæplega 400 laxa upp í fljótið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert