Ágætt í Fáskúrð

Við veiðistaðinn Neðri-Barka í Fáskrúð.
Við veiðistaðinn Neðri-Barka í Fáskrúð. svfa.is

Fram kemur hjá Stangveiðifélagi Akraness að þokkalega gangi í Fáskrúð í Dölum og menn verði varir við talsvert af laxi í ánni.

Samkvæmt veiðimönnum sem hættu veiðum á hádegi 18. júlí var búið að skrá 36 laxa í veiðibókina fyrir ána en veiði hófst 30. júní.

Fram kemur að mest hafi komið á land úr Hellufljóti, eða 12 laxar, og þarnæst á eftir 11 laxar úr Brúarstrengjunum. Þá hafi aðrir veiðistaðir verið að gefa laxa, eins og Katlafossar, Viðauki, Efri-Strengur, Viðbjóður, Neðri-Stapakvörn og Eirkvörn.

Greindu veiðimennirnir frá því að slangur væri af laxi vítt og breitt um ána en minnkandi vatn og mikill hiti hefði mikil áhrif á tökuviljann. Stærsti lax sumarsins til þessa kom á land í Katlafossum efst í ánni 17. júlí og var það sérstaklega glæsilegur 90 cm hængur. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert