Nýj­ar töl­ur frá Lands­sam­bandi Veiðifé­laga

Tekist á við lax í vikunni í veiðistaðnum Hellgate í …
Tekist á við lax í vikunni í veiðistaðnum Hellgate í Kjarrá. Hallgrímur H. Gunnarsson

Nýjar vikulegar veiðitölur birtust í morgun á vef Landssambands Veiðifélaga og er veiðin misskipt og virðist sem gríðarleg veiði í Rangárþingi haldi veiðitölum á landinu upp.  

Nær samantekinni frá 14. til 20. júlí og kemur í ljós að fimm ár hafa þegar farið yfir 1000 laxa markið og er það eins og í síðustu viku.

Ef heildarveiði tíu efstu ánna er lögð saman þá kemur í ljós að það höfðu veiðst alls 11.435 laxar að kvöldi miðvikudags 20 júlí en á einni viku veiddust samanlagt 2347 laxar.  Munar þar að mestu um vikuveiði í Rangánum upp á 1012 laxa, 821 í Ytri og 191 í Eystri.

Eftir góða veiði í byrjun veiðitímabilsins hefur sumstaðar hægt verulega á veiði, meðal annars vegna þess að margar ár á Vesturlandi líða fyrir vatnsskort í þeirri þurrkatíð sem hefur verið að undanförnu.  Þessu til viðbótar virðist sem smálax sé að skila sér í minna mæli en oft áður. 

Samkvæmt upplýsingum ofan úr Borgarfirði þá hefur sáralítill veiði verið í helstum ánum þar síðustu daga og lítið að smálaxi að ganga, til viðbótar við vatnsleysið sem sé að verða alvarlegt. Þá verða menn einnig talsvert varir við fremur litla smálaxa sem gæti bent til einhvers skorts á fæðuslóð þeirra í hafi.

10 aflahæstu árnar eru sem hér segir:

1. Ytri-Rangá       2549

2. Eystri-Rangá    1633

3. Blanda             1492

4. Miðfjarðará       1459

5. Þverá/Kjarrá      1153

6. Haffjarðará         704

6. Langá                623

7. Laxá í Aðaldal     517

8. Víðidalsá            425  

9. Elliðaárnar          394

10. Hítará               383

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert