Mikil veiði í Miðfjarðará

Laxi hefur verið landað í rigningunni úr Túnhyl í Vesturá …
Laxi hefur verið landað í rigningunni úr Túnhyl í Vesturá í Miðfirði. midfjardara.is

Samkvæmt upplýsingum frá Rafni Val Alfreðssyni, leigutaka Miðfjarðarár í Vestur-Húnavatnssýslu, hefur veiðin almennt verið góð þar í sumar en tók kipp svo um munaði loks þegar rigna fór að einhverju ráði.

Mikill lax er að ganga þessa dagana til viðbótar við þann fisk sem þegar er kominn. Öll svæði eru að gefa góða veiði og í rigningunni í gær var 99 löxum landað, allt að 18 punda, á stangirnar tíu.

Síðasta vika gaf rétt um 400 laxa, en nú virðist veiði vera að aukast enn meira í kjölfar rigningarinnar. Um 1.700 laxar eru komnir á land það sem af er.

Sumarið 2015 var metveiði í ánni þegar 6.028 laxar veiddust allt sumarið og er það mesta veiði sem skráð hefur verið í sjálfbærri laxveiðiá á Íslandi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert