Fín veiði í urriðanum í Laxá í Þingeyjarsýslu

Mark Lloyd Prince með 65 cm urriða af Nautatanga í …
Mark Lloyd Prince með 65 cm urriða af Nautatanga í Laxárdal. Bjarni Höskuldsson

Samkvæmt upplýsingum frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, sem annast sölu veiðileyfa á urriðasvæðum Laxár í Þingeyjarsýslu, er veiðin þar búin að vera ákaflega góð það sem af er sumri.

Á svæðinu í Mývatnssveit fór aflatalan upp fyrir 2.000 fiska á laugardaginn og hafa aðstæður  allar verið eins og best verður á kosið. Þetta mun vera meiri veiði en á sama tíma í fyrra. Fram kemur að þurrflugan sé öflug þessa dagana enda sé áin kristaltær og fiskurinn í miklu tökustuði. Stórir urriðar hafa verið að veiðast og hafa öll svæði gefið fiska á milli 60 og 70 sentímetra langa og mikið af fjögurra til sex punda fiski að veiðast.

Neðar í Laxárdal er veiðin sömuleiðis mun betri en í fyrra og lét veiðimaður hafa eftir sér að þar væru nú aðstæður „sjúklega góðar”. Stærstu fiskarnir sem menn hafa náð að landa þar eru rétt um 15 pund.  Þar er þurrfluguveiðin nú í algleymingi eins og uppi í Mývatnssveit og sagt er að hver veiðimaðurinn á fætur öðrum sé að setja persónuleg met þegar kemur að lengd fiska.

Sömu fréttir eru frá veiðisvæðinu sem kennt er við Staðartorfa og Múlatorfa, skammt neðan við Laxárvirkjun, og sagt frá því að veiðimenn sem áttu dag þar um miðjan júlí veiddu meira en 60 urriða á einum degi á tvær stangir. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert