Ytri-Rangá komin yfir 3.000 laxa

HKA Sunray eins og hún er hnýtt af hinum danska …
HKA Sunray eins og hún er hnýtt af hinum danska Henrik Kassow Andersen. westragna.is

Ævintýraleg veiði hefur verið í Ytri-Rangá í sumar og fyrr í dag kom fram hjá leigutökum árinnar að laxi númer 3.000 hefði verið landað þar í morgun.  

Sagt er frá því að mikill lax sé í ánni og stórar göngur komi upp á hverju flóði og ekkert lát sé þar á. Hefur áin aldrei svo fljótt náð þessari veiðitölu, en í fyrra, sem var metár, var það ekki fyrr en í annarri viku af ágúst sem hún fór yfir 3.000.

Þá er greint frá því að vinsælasta og þar af leiðandi veiðisælasta flugan sé HKA Sunray, sem gengur einnig undir nafninu Bismo, en þessi útgáfa er sérhönnuð af danska fluguhnýtaranum Henrik Kassow Andersen.

Ytri-Rangá er í algjörum sérflokki á landinu hvað fjölda laxa varðar en þar er veitt á 18 stangir. Talsvert langt er í næstu ár, samkvæmt vikulegum veiðitölum frá Landssambandi veiðifélaga.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert