Vikulegar veiðitölur

Ólafur Ragnar Garðarsson með 99 cm hæng sem hann veiddi …
Ólafur Ragnar Garðarsson með 99 cm hæng sem hann veiddi í vikunni í veiðistaðnum Laxa í Hofsá í Vopnafirði , en þar hefur veiði almennt verið róleg í sumar.

Nýjar vikulegar veiðitölur um laxveiði á landinu birtust í morgun á vef Landsambands veiðifélaga og nær samantektin frá vikunni 10. til 17. ágúst. Vætutíð síðustu daga virðist hafa lífgað talsvert upp á veiðina  sunnan og vestanlands.

Eins og áður þá er Ytri-Rangá efst á listanum gjöfulust allra laxveiðiáa á landinu hvað fjölda veiddra laxa snertir. Þá gengur veiði mjög vel í Miðfjarðará í Húnaþingi og er hún langefst á listanum yfir sjálfbæru veiðiárnar. 

Tíu efstu veiðiárnar samkvæmt listanum eru þessar:

  1. Ytri-Rangá             5.467 laxar (vikuveiði 803)
  2. Miðfjarðará             3.005 laxar (vikuveiði 339)
  3. Eystri Rangá          2.627 laxar (vikuveiði 146)
  4. Blanda                   2.217 laxar (vikuveiði 189)
  5. Þverá/Kjarrá          1.567 laxar (vikuveiði 98)
  6. Norðurá                 1.130 laxar (vikuveiði 91)
  7. Haffjarðará             1.004 laxar (vikuveiði 76)
  8. Langá                     963 laxar (vikuveiði 88)
  9. Laxá í Aðaldal         862 laxar (vikuveiði 44)
  10. Laxá í Dölum           801 laxar (vikuveiði 215)

Nánar má kynna sér þessar upplýsingar hér

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert