Þokkalegasta veiði í Ásunum

Natan með stóra laxinn eftir löndun við Svartabakka.
Natan með stóra laxinn eftir löndun við Svartabakka. Theódór Erlingsson

Natan Theódórsson 11 ára er nú á veiðum í Laxá á Ásum með fjölskyldu sinni og gerði hann sér lítið fyrir í dag og landaði 92 cm hrygnu.

Að sögn föður hans, Theódórs Erlingssonar, setti Natan í hrygnuna stóra á pínulitla flugu númer 16 sem kallast Madelaine í veiðistaðnum Tuma.  Erfiðlega gekk að landa fisknum sem rauk fljótlega niður úr hylnum og var landað löngu síðar um 500 metrum neðar í veiðistaðnum Svartabakka, en hafði áður flækt í kringum mörg grjót á leiðinni.  

Þetta er þó ekki stærsti fiskur sem Natan hefur glímt við þrátt fyrir ungan aldur því fyrr í sumar landaði hann 102 cm laxi í Laxá í Hrútafirði sem þótti með ólíkindum. 

Að sögn Theódórs, sem hefur í mörg ár verið í leiðsögn í Laxá, þá hefur er veiðin verið þokkalega í sumar og rúmlega 500 fiskar komnir á land það sem af er. Veiðin er þó langt í frá í líkingu við veiðina í fyrra þegar rúmlega 1800 laxar veiddust stangirnar tvær. Theodór sagði að fjölskyldan væri komin með sjö laxa á land eftir einn og hálfan dag og allir væru komnir með fiska. 

Theódór Erlingsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert