Enn þá rólegt í Kjós

Stórlax sem landað var úr Kjósinni í kjölfarið á rigningunni …
Stórlax sem landað var úr Kjósinni í kjölfarið á rigningunni fyrir nokkrum dögum. hreggnasi.is

Fram kemur hjá Stangveiðifélaginu Hreggnasa að róleg veiði hafi verið í Laxá í Kjós í sumar, en veiði byrjaði þar af krafti í júní, en svo dró smám saman úr henni samfara lækkandi vatni og einhverjum lengstu þurrkum í manna minnum.

Fyrsta alvörurigning sumarsins kom 13. ágúst og var það sú fyrsta sem féll frá opnun árinnar 20. júní. Í kringum þessa rigningardaga jókst veiðin nokkuð, en hefur svo dottið niður aftur enda mun grunnvatnsstaða vera sérstaklega lág og lækkaði vatnsyfirborðið um leið og stytti upp.

Sagt er frá því að nokkuð sé af laxi í ánni og ef haustið komi til með að bjóða upp á hefðbundnar rigningar gæti áin rétt verulega úr kútnum. Á miðvikudaginn fyrir tæpri viku voru 354 laxar komnir á land, en á sama tíma fyrir ári voru þeir rúmlega 850.

Í þessari döpru laxveiði hefur ágæt sjóbirtingsveiði á miðsvæði árinnar verið kærkomin búbót  þar sem talsvert hefur veiðst af sjóbirtingi og hafa þeir stærstu verið allt að 16 punda.

Fallegur sjóbirtingur af miðsvæði árinnar.
Fallegur sjóbirtingur af miðsvæði árinnar. hreggnasi.is
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert