Vikulegar veiðitölur

Veiðimaður glímir við stórlax í Selstreng 4 í Kjarrá fyrr …
Veiðimaður glímir við stórlax í Selstreng 4 í Kjarrá fyrr í sumar, en þar hefur veiði verið fremur róleg í sumar. Hallgrímur H. Gunnarsson

Nýjar vikulegar veiðitölur um laxveiði á landinu birtust í morgun á vef Landssambands veiðifélaga og nær samantektin frá vikunni 17. til 24. ágúst. Fremur lélegar heimtur á smálaxi hafa verið í mörgum ám á landinu í sumar.

Þessu til viðbótar hafa þurrkar og miklir hitar gert skilyrði til veiða sérstaklega erfið og á það þátt í því að víðast hvar er veiði fremur dræm. Nokkurra daga vætutíð um miðjan mánuðinn gerði lítið meira en að auka yfirborðsvatn í skamman tíma.

Eins og áður þá er Ytri-Rangá efst á listanum og gjöfulust allra laxveiðiáa á landinu hvað fjölda veiddra laxa snertir. Þá gengur veiði mjög vel í Miðfjarðará í Húnaþingi og er hún langefst á listanum yfir sjálfbæru veiðiárnar. 

Ekki höfðu borist veiðitölur fyrir vikuna úr Laxá í Dölum en þar hefur veiði verið góð í sumar og verður hún sjálfsagt inni á þessum topp tíu lista líka.

Tíu efstu veiðiárnar samkvæmt nýjustu vikutölunum eru þessar:

  1. Ytri-Rangá              5.878 laxar (vikuveiði 411)
  2. Miðfjarðará             3.287 laxar (vikuveiði 282)
  3. Eystri-Rangá            2.696 laxar (vikuveiði 69)
  4. Blanda                    2.244 laxar (vikuveiði 27)
  5. Þverá/Kjarrá            1.683 laxar (vikuveiði 116)
  6. Norðurá                   1.171 laxar (vikuveiði 41)
  7. Haffjarðará              1.114 laxar (vikuveiði 74)
  8. Langá                      1.033 laxar (vikuveiði 70)
  9. Laxá í Aðaldal            904 laxar (vikuveiði 42)
  10. Víðidalsá                   810 laxar (vikuveiði 47)

Nánar má kynna sér þessar upplýsingar hér

90 cm hængur úr Selstreng 4 sem tók svarta frances …
90 cm hængur úr Selstreng 4 sem tók svarta frances númer 16. Hallgrímur H. Gunnarsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert