Einn stórlaxinn enn úr Vatnsdal

Veiðimaður hampar laxinum stóra við Línufljót fyrr í dag.
Veiðimaður hampar laxinum stóra við Línufljót fyrr í dag. vatnsdalsa.is

Samkvæmt fréttum úr Vatnsdalsá í Húnaþingi var stærsta laxi úr ánni í sumar landað þar í kvöld en 16 laxar yfir 100 cm hafa veiðst þar í sumar.

Fram kemur að 109 cm hæng hafi verið landað úr Línufljóti og tók sá stóri eins tommu svarta frances-túpu.  Vigtar slíkur laxi um 12,8 kíló og er þetta stærsti laxi úr ánni í sumar en áður hafði breski tónlistamaður Eric Clapton landað 108 cm laxi úr sama veiðistað 5. ágúst. 

Þetta er væntanlega þriðji stærsti laxinn á landsvísu eftir að 110 og 112 cm löxum var landað úr Laxá í Aðaldal síðastliðið fimmtudagskvöld.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert