Skrímsli á sveimi í Ytri-Rangá

Guðmundur Atli með urriðan stóra sem hann veiddi í Ytri-Rangá.
Guðmundur Atli með urriðan stóra sem hann veiddi í Ytri-Rangá. westranga.is

Fram kemur á vefsíðu leigutaka Ytri-Rangár að menn hafi þar á dögunum rekið augun í risastóran lax í neðsta þrepinu í laxastiganum í Árbæjarfossi.

Þrír menn tengdir ánni gerðu sér ferð að laxastiganum í Árbæjarfossi síðastliðið miðvikudagskvöld  til að losa um fyrirstöðu og hleypa laxinum upp á efri svæði árinnar.  Ráku menn upp stór augu þegar þeir sáu marga laxa sem liggja í neðsta þrepinu og biðu þess að komast upp stigann.  Voru margir þeirra hefðbundnir stórlaxar frá 5 til 8 kíló, en einn af þeim var mun stærri og giskuðu menn á að hann væri 15 til 17 kíló og um 120 cm langur. Sögðu menn að hinir laxarnir hefðu verið eins og kettlingar í samanburði við þetta skrímsli.

Fram kemur að veiði hafi aðeins róast undanfarið miðað við vikurnar á undan sem hafa gefið mikla veiði, en síðasta vika gaf 448 laxa og heildarveiði nálægt 6.000 löxum.  Mikið er af fiski í ánni og allir veiðistaðir með fisk og flestir veiðimenn gera góða veiði. Hafi umsjónamaður árinnar meðal annars gengið fyrir nokkrum dögum með veiðistað á neðsta svæðinu og hafi skilyrði til að skyggna hylinn verið mjög góð.  Hafi hann séð að minnsta kosti 200 laxa liggja í hylnum og margir af þeim voru dæmigerðir tveggja ára stórlaxar. 

Þá væru að auki stórir urriðar í ánni og fékk til að mynda Guðmundur Atli Ásgeirsson, einn af leiðsögumönnum í ánni, 87 cm urriða síðastliðinn miðvikudag.

Mynd úr neðsta þrepinu í laxastiganum í Árbæjarfossi og ef …
Mynd úr neðsta þrepinu í laxastiganum í Árbæjarfossi og ef rýnt er í myndina má sjá þann stóra liggja innan um aðra laxa. westranga.is
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert