Laxveiðin fremur róleg í Selfljóti

Selklettahylur á svæði 6 sem er einn besti laxveiðistaðurinn í …
Selklettahylur á svæði 6 sem er einn besti laxveiðistaðurinn í ánni. selfljot.is

Samkvæmt upplýsingum frá Veiðifélagi Selfljóti og Gilsár á Fljótsdalshéraði, þá hefur laxveiðin í ánni verið fremur róleg í sumar sé miðað við innkomnar veiðiskýrslum.

Í reynd er um að ræða sömu ána sem fyrst heitir Selfljót frá svokölluðum Unaósi við Héraðsflóa en um 25 kílómetrum ofar heitir áin Gilsá og þar fyrir ofan er jafnan besta laxveiðin á tveimur efstu veiðisvæðum. Skiptist áin í sjö veiðisvæði og veitt á tvær stangir á hverju svæði og hafa síðustu tíu árin veiðst að meðaltali um 60 laxar og 500 silungar.

Samkvæmt innsendum veiðiskýrslum er laxveiðin undir meðallagi og var um miðja síðustu viku búið er að bóka 20 laxa og er meðalþyngd þeirra um þrjú kíló og sem fyrr veiðist hann mest á svæði sex.  Einnig hafa nokkrir laxar komið af svæði þrjú þar sem auk þess hefur verið góð bleikjuveiði í sumar, en lítið hefur veiðst af henni þar síðustu árin. 

Í heildina hafa veiðst um 150 bleikjur og 130 urriðar og var ágústmánuður sérstaklega góður í bleikjunni.  Fram kemur að lítið vatn hefur verið í Selfljótinu síðustu vikur og er það von manna eystra að rigningar síðustu daga hleypi auknu lífi í ána.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert