Sjóbirtingsveiði fer vel af stað

Sjóbirtingur sem veiddist við Brúaráfoss í Fljótshverfi í vikunni sem …
Sjóbirtingur sem veiddist við Brúaráfoss í Fljótshverfi í vikunni sem leið. ÞGÞ

Fréttir hafa borist af því að sjóbirtingsveiði í Vestur-Skaftafellssýslu fari óvenjuvel af stað.

Fyrsta hollið sem byrjaði í Tungufljóti í Skaftártungum veiddi 45 fiska, en nú hefur orðið sú breyting þar á að nú er eingöngu veitt á flugu og aðeins er heimilt að drepa tvo sjóbirtinga á dag á hverja stöng. Þetta lofar góðu því oftar en ekki byrjar sjóbirtingsveiðin mun seinna í Tungufljóti, stundum ekki fyrr en komið vel fram á haustið. 

Sömu sögu er að segja frá Laxá og Brúará í Fljótshverfi þar sem veiðin byrjar ágætlega. Að sögn Harðar Haukssonar, eins af landeigendum, þá byrjuðu fyrstu veiðimennirnir að koma fyrstu dagana í september og hafa allir fengið fisk og hefur fiskur veiðst alla leið upp í Brúarárfoss sem þykir góð vísbending.

Líkt og í Tungufljóti veiðist stundum lítið þar fyrr en fer að líða vel á september enda um langan veg fyrir sjóbirtinginn að fara, en í kjölfar Grímsvatnagossins árið 2010 hefði rennslið í stóru jök­ulán­um Hverf­is­fljóti, Skeiðará, Gígju­kvísl og Núpsvötn­um breyst og eiga nú allar sam­eig­in­leg­an ós. Ekki er þó að sjá að þær breytingar rugli sjóbirtinginn í ríminu á leið sinni til æskustöðvanna. 

Þá hafa heyrst fréttir af mjög góðri veiði í Vatnamótunum svokölluðu, þar sem bergvatnsárnar Geirlandsá, Fossálar, Hörgá og fleiri ár sameinast Skaftá. Þar heyrðist af hópi veiðimanna sem veiddi 240 birtinga á nokkrum dögum undir lok ágúst, en þar má veiða á fimm stangir. Ekki er vitað hvort nýafstaðið Skaftárhlaup hafi haft mikil á áhrif á veiðina, en hlaupið reyndist í allra minnsta lagi, en gæti hafa hreyft við fiskinum upp í bergvatnsárnar að sögn kunnugra.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert