Ytri-Rangá langefst

Haustmynd frá Ormarsá á Sléttu.
Haustmynd frá Ormarsá á Sléttu. ÞGÞ

Nýjar vikulegar veiðitölur frá Landssambandi veiðifélaga um laxveiði á landinu birtust á vef félagsins í nótt.  Nær samantektin yfir veiði vikuna 7. til 14. september. Haustlægðir með talsverðri úrkomu hafa gengið yfir landið að undanförnu og haft að sumu leyti jákvæð áhrif eftir langvarandi þurrka í sumar, en einnig hefur sums staðar orðið of mikið af því góða og árnar orðið óveiðandi vegna vatnavaxta.

Eins og áður þá er er Ytri-Rangá langefst á listanum með tæplega 8.000 laxa.  Miðfjarðará í Húnaþingi í næsta sæti fyrir neðan og er með rétt tæpa 4.000 laxa.

Þá bættist Haukadalsá í Dölum í hópa þeirra laxveiðiáa sem hefur náð að fara yfir 1000 laxa og hafa 11 veiðiár náð því markmiði, en Víðidalsá í Húnaþingi á skammt í það og stendur heildarveiðin þar í 990 löxum. Þá fór Eystri-Rangá fór 3000 laxa markið í vikunni. Þá lauk veiði í Þverá og Kjarrá í Borgarfirði og þar sem skráðir voru í bækur 1.902 laxar þetta sumarið.

Ellefu efstu veiðiárnar samkvæmt nýjustu vikutölunum eru þessar:

  1. Ytri-Rangá               7.966 laxar (vikuveiði 538)
  2. Miðfjarðará              3.948 laxar (vikuveiði 271)
  3. Eystri-Rangá            3.050 laxar (vikuveiði 74)
  4. Blanda                     2.356 laxar (vikuveiði 26)
  5. Þverá/Kjarrá            1.902 laxar (vikuveiði 94) Lokatala
  6. Norðurá                   1.297 laxar (vikutölur ekki borist)
  7. Haffjarðará              1.280 laxar (vikuveiði 62)
  8. Langá                      1.229 laxar (vikuveiði 70)
  9. Laxá í Dölum            1.225 laxar (vikuveiði 204)
  10. Laxá í Aðaldal           1.165 laxar (vikuveiði 90)
  11. Haukadalsá              1.003 laxar (vikuveiði 101)

Nánar má kynna sér þessar upplýsinga hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert