Eystri Rangá með hátt hlutfall stórlaxa

Arnór Laxfjörð Guðmundsson með 96 cm hæng sem hann veiddi …
Arnór Laxfjörð Guðmundsson með 96 cm hæng sem hann veiddi í gær í Strandasýki á svæði 3. FB/Eystri Rangá

Fram kemur á sérstökum veiðivef fyrir Eystri Rangá að þar hafi í sumar verið gríðarlega hátt hlutfall stórlaxa.

Fram kemur að þann 15. september var Eystri Rangá komin í 3050 laxa og er í þriðja sæti yfir aflahæstu laxveiðiár á Íslandi.  Hún er þar með kominn í meiri veiði en síðustu tvö ár, en meðalveiði árinnar síðastliðin ár hefur reyndar verið 4645 laxar.

Það sem er  merkilegt við þessa veiði í sumar er að það eru ekki nema um 600 smálaxar í aflanum sem er einungis 20% af veiðinni. Fram kemur að þetta stórlaxahlutfallið sé með því það allra besta hér á landi og fullyrt að slíkur fjöldi stórlaxa hefur aldrei veiðst áður í íslenskri laxveiðiá eða samtals 2450 stórlaxar. Mest veiðist hefur veiðst af 80 til 90 cm laxi í sumar og í gær veiddust til að mynda 15 laxar og þar af voru 11 stórlaxar.

Í mörg ár hefur farið fram klakveiði snemmsumars í Eystri Rangá þar sem lögð er áhersla að ala seiði undan stórlaxi sem hefur verið tvö ár í sjó.

Sömu leigutakar eru af Eystri Rangá og Tungufljóti í Skaftártungum sem er eitt þekktast sjóbirtingssvæði landsins.  Kemur fram að þar hafi veiði farið vel af stað og sjóbirtingstíminn fari senn að ná hámarki. Nú er aðeins veitt á flugu og var fyrsta hollið í byrjun september með 45 birtinga eftir tveggja daga veiði.

Mun vera óvenju mikið af birting í Syðri hólma sem er neðarlega við ármótin við jökulánna Ása Eldvatn. Fram kemur að tíu sjóbirtingar hafi komið þar á land á síðastliðinn föstudagsmorgun og að sjóbirtingurinn sé í óvenju góðum holdum þetta árið. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert