Stórlax á land úr Breiðdalsá

Hængurinn stóri úr Breiðdal.
Hængurinn stóri úr Breiðdal. Sigurður Guðmundsson

Þó að langt sé komið fram í september er ennþá veitt í Breiðdalsá þó ástundun hafi ekki verið mikil að undanförnu. Fram kemur á vef Strengja sem heldur utan um veiðileyfi í ánni þar hafi á sunnudaginn stórlaxi verið landað.

Það mun hafa verið Sigurður Guðmundsson sem var að veiða í Breiðdalsá í fyrsta skipti og veiddi 108 cm hæng á Þýska snældu í Tinnudalsá við ármót Gilsár.  Sigurður skrifar um þetta inn á facebook síðu Strengja og þar kemur fram að hann hafi verið einn á ferð og tekist að landa þeim stóra eftir klukkutíma og tuttugu mínútur.  Hafi laxinn verið 108 cm og 62,5 cm í ummál

Fram kom hjá Sigurði að hann sé búinn að veiða í 35 ár og beðið lengi eftir að ná laxi yfir 20 pund þar til í sumar að hann hafi náð að landa tveimur til viðbótar við þennan stóra.

Að öðru leyti hefur veiði verið fremur róleg í Breiðdalsá í sumar og rúmir 370 laxar komnir á land og ekki ólíklegt að hún fari vel yfir 400. 

Þá kemur fram að um 600 laxar séu komnir á land af Jöklusvæðinu, en Jökulsá sjálf fór á yfirfall í lok ágúst og lítið veitt í henni. Hins vegar sé veitt í hliðaránum og fengu veiðimenn 9 laxa á tvær stangir fyrir stuttu síðan í einni af hliðaránum.

Þá hefur urriðaveiði í Minnivallalæk verið betri en mörg undanfarin ár og heildarveiðitölur að nálgast 400 fiska og eins áður hafa margir vænir fiskar komið þar á land í sumar. 

Þá er greint  frá því að það stefni í ágætis sumar í Hrútafjarðará og nálægt 500 laxar komnir á land það sem af er sumri.  Hafa komið ágætis skot þegar aðstæður hafa verið í lagi í ánni varðandi vatnsmagn.  Hópur veiðimann var með 44 laxa í síðustu viku eftir tveggja daga veiði þegar áin var að sjatna eftir flóð, en veitt er á þrjár stangir í ánni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert