Laxveiðiárnar loka ein af annarri

Falleg hrygna veidd við Sakkarhólma í Soginu í morgun, á …
Falleg hrygna veidd við Sakkarhólma í Soginu í morgun, á svokölluðu Bíldsfellssvæði. Þar hefur veiði verið afa döpur í sumar og aðeins rúmir 60 laxar komnir á land. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson

Vikulegar veiðitölur frá Landssambandi veiðifélaga um laxveiði á landinu birtust á vef félagsins í gærkvöldi og nær samantekt fyrir vikuna 14.til 21. september.  Nú lokar hver veiðiáin á fætur annarri og liggja lokatölur fyrir úr nokkrum þeirra.

Fram kemur að staðfestar lokatölur séu úr eftirfarandi ám: Blanda 2386 laxar, Þverá og Kjarrá með 1902 laxa, Haffjarðará með 1305 laxa, Skjálfandafljót með 404 laxa, Laugardalsá við Ísafjarðardjúp með 251 laxa og Búðardalsá með 211 laxa.

Varðandi listann yfir efstu árnar þá er líkt og áður Ytri-Rangá langefst á listanum með tæplega 8.379 laxa, en þar verður veitt langt fram í október.  Miðfjarðará í Húnaþingi í næsta sæti fyrir neðan og er með heildarveiði upp 4.195 laxa. 

Þá bættist Víðidalsá í Húnaþingi við þær ár sem hafa farið yfir 1000 veidda laxa og eru þær nú tólf talsins.

Tólf efstu veiðiárnar samkvæmt nýjustu vikutölunum eru þessar:

  1. Ytri-Rangá               8.379 laxar (vikuveiði 413)
  2. Miðfjarðará              4.195 laxar (vikuveiði 247)
  3. Eystri-Rangá            3.149 laxar (vikuveiði 99)
  4. Blanda                     2.386 laxar (vikuveiði 30) LOKATALA
  5. Þverá/Kjarrá             1.902 laxar (veiði lokið) LOKATALA
  6. Laxá í Dölum            1.431 laxar (vikuveiði 206)
  7. Langá                      1.312 laxar (vikuveiði 80)
  8. Haffjarðará              1.305 laxar (vikuveiði 25)
  9. Norðurá                   1.297 laxar (vikutölur ekki borist)
  10. Laxá í Aðaldal           1.165 laxar (vikuveiði liggur ekki fyrir)
  11. Víðidalsá                  1.053 laxar (vikuveiði 63 laxar)
  12. Haukadalsá              1.003 laxar (vikuveiði liggur ekki fyrir)

Nánar má kynna sér þessar upplýsinga hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert