Grágæsamerkingamerkingar 2016

Arnór Þór Sigfússon heldur á gæsinni Sveini sem tók þátt …
Arnór Þór Sigfússon heldur á gæsinni Sveini sem tók þátt í verkefninu og veiddist á Norðfirði þann 22. júlí sl. verkis.is

Fram kemur hjá Arnóri Þóri Sigfússyni hjá Verkfræðistofunni Verkís að um miðjan júlí í sumar hafi grágæsir verið merktar með GPS/GSM sendum á norður- og austurlandi. Megin tilgangur merkinganna er að fylgjast með ferðum grágæsa, hvar þeirra farleiðir liggja og hvar þær eyða vetrinum.

Auk þess að skrásetja ferðir gæsanna því þá fást upplýsingar um hvernig gróðurlendi þær sækja á mismunandi tímum árs og upplýsingar um hvar þær leita í náttstað. Þessar merkingar eru liður í rannsóknum á gæsum í samvinnu við Verkís, Náttúrufræðistofnun Austurlands og Wildflow and Wetland Trust í Englandi.

Tilgangur merkinganna er að fylgjast með ferðum grágæsa, hvar þeirra farleiðir liggja og hvar þær eyða vetrinum. Auk þess að skrásetja ferðir gæsanna þá fást upplýsingar um hvernig gróðurlendi þær sækja á mismunandi tímum árs og hvert þær leita í náttstað.

Fram kemur að sendarnir sem settir eru á gæsirnar eru framleiddir af pólsku fyrirtæki, Ecotone og eru á hálshringnum sem settur er um háls gæsanna.  Hringirnir eru prentaðir í þrívíddarprentara og því mjög léttir, aðeins um 30 grömm með sendinum. Þeir eru því ekki taldir íþyngja gæsunum en komin er áratuga reynsla af því að merkja gæsir með hálshringjum og þúsundir gæsa borið venjulega hálshringi án þess að vitað sé til að þær beri skaða af.

Þeir eru því ekki taldir íþyngja gæsunum en komin er áratuga reynsla af því að merkja gæsir með hálshringjum og þúsundir gæsa borið venjulega hálshringi án þess að vitað sé til að þær beri skaða af. Framan á hálshringnum má sjá hvítan kassa með svartri plötu á. Inni í kassanum er GPS móttakari sem staðsetur gæsina og vistar staðsetningar á minniskubb og er GSM símsendir sem sendir SMS skilaboð með þessum staðsetningum til Póllands þar sem hægt er að nálgast þær.

Hægt er að stjórna því hve oft gæsin safnar staðsetningum og hve oft hún sendir þær en það er gert með því að senda SMS til gæsarinnar með skipunum þar að lútandi. Rafhlaða í kassanum sem knýr þetta allt er hlaðin með sólarsellu sem er svarta platan framan á hálshringnum.

Þá kemur einnig fram að sendarnir séu kostaðir af styrktaraðilum og fá þeir sem styrkja verkefnið með kaupum á sendi að ráða nafni gæsanna.  Hver gæs hefur þannig fengið nafn og með því að smella á nafnið hér að neðan opnast síða um viðkomandi gæs þar sem lesa má um hana, hvar hún var merkt, hvort hún á unga og um ferðir hennar.

Kort sem sýnir ferðir allra gæsanna má sjá hér og með því að setja hak fyrir framan nafn gæsar þá miðjast kortið um ferðir hennar. 

Ef skotveiðimenn lenda í því að skjóta merkta gæs eða finna dauða þá ber að láta vita  í síma 843 4924 eða á netfangið ats@verkis.is.  Rafhlöður sendisins eru hlaðnar með sólarljósi því er mikilvægt að geyma sendinn í dagsljósi, alls ekki innandyra eða í myrkri.

Nánar má kynna sér þessar niðurstöður hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert