Veiðitölur komnar úr Stóru Laxá

Stórlaxi sleppt við Kálfhagahyl á svæði I og II.
Stórlaxi sleppt við Kálfhagahyl á svæði I og II. lax-a.is

Samkvæmt upplýsingum frá Esther Guðjónsdóttur á Sólheimum við Stóru Laxá í Hreppum og formanni veiðifélagsins þá lauk veiðum þann 30. september og veiddust alls 620 laxar í henni þetta sumarið.

Eftir að Esther hafið sundurliðað veiðina eftir svæðum þá kom í ljós að á svæði I og II veiddust 382 laxar og gáfu Bergsnös 86, Laxárholt 69, Ófærustrengur 42 og Kálfhagahylur 42.

Á svæði III veiddust 69 laxar og gaf Heljarþröm 16, Iðan 15, Hlíðareyrar 12 og Sveinssker 11.

Fjórða svæðið, efsta svæðið, gaf 169 laxa og veiddist mest í Ármótunum við Skillandsá eða 33, Heimahyljunum 20, í Nálarhyl 18 og í Klapparhyl 15.  

Þá kom í ljós að 552 löxum var sleppt aftur og 31 var yfir 90 cm og sagði Esther að áberandi væri hvað laxarnir voru stærri í heildina á svæði IV.  Þá voru 40 silungar að auki skráðir.

Er þetta nálægt meðalveiði síðustu 10 ára, en í fyrra veiddust 654 laxar.  Árið 2013 var algjör metveiði í ánni þegar 1776 laxar veiddust.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert