Döpru veiðisumri í Vopnafirði lokið

Glímt við lax í Neðri Djúpabotni í Selá í Vopnafirði.
Glímt við lax í Neðri Djúpabotni í Selá í Vopnafirði. Einar Falur

Veiði er lokið í Hofsá og Selá í Vopnafirði og reyndist veiðisumarið þar eystra hið daprasta um áratugaskeið.

Samkvæmt frá Gísla Ásgeirssyni hjá Streng þá var heildarveiðin í Selá 880 laxar og þarf að leita aftur til ársins 1997 til að leita að verri veiði en það sumar veiddust 685 laxar. Meðalveiði í Selá síðustu 15 árin er 1767 laxar og veiðin í sumar því rétt um helmingur af því.

Í Hofsá og Sunnudalsá reyndist heildarveiðin vera 492 laxar sem er daprasta veiðisumar síðan 1984, en þar meðalveiði síðustu 15 árin er 1291 lax.

Það er óhætt að segja að niðursveifla hafi verið í laxveiði á þessum slóðum síðustu þrjú sumur. Slíkar niðursveiflur hafa þó áður sést í Vopnafirðinum. Varð mikil niðursveifla þar á árunum 1981 til 1984 og hefur það verið rakið til óhagstæðra sjávarskilyrða og hins kalda frosta- og hafísvetrar árið 1979.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert