Stærsti lax Danmerkur

Simon Kastup Shimizu með stóra laxinn við Storåen í Holstebro …
Simon Kastup Shimizu með stóra laxinn við Storåen í Holstebro í dag. TV MIDTVEST

Fram kemur á fréttasiðu TV2 í Danmörku að stærsta laxi í sögu Danmerkur hafi verið landað í dag í Storåen við Holstebro á Jótlandi.

Það var Simon Kastup Shimizu, 23 ára nemandi í VIA háskólanum í Holstebro sem tók sér einn dag í frí frá námi til að veiða í ánni og veiddi 141 cm hæng sem er stærsti lax sem veiðst hefur í Danmörku.

Í samtali við TV2 segir Simon að hann hafi haft sterklega á tilfinningunni að eitthvað myndi bíta á hjá honum í dag þó svo vindurinn hafi gnauðað í Holstebro og það var svo síðdegis að hann fékk mikla og þunga töku á spún og gerði hann sér strax grein fyrir því að um mjög stóran lax var að ræða.  Mikil glíma átti sér stað eftir bökkunum við ánna þar sem hún rennur í miðri Holstebro og á meðan bardaganum stóð náði Simon að hringja í Bjarke bróður sinn sem kom honum fljótlega til aðstoðar.

Það var svo 20 til 30 mínútum eftir að Bjarke kom að þeir náðu í sameiningu að landa laxinum stóra sem reyndist hængur sem var gríðarlega breiður að sögn bræðranna en mældist 142 cm á lengdina.  Var honum sleppt aftur út í ánna að viðureigninni lokinni eins og reglur kveða á um og kvaðst Simon rétt hafa náð að segja takk fyrir viðureignina áður en hann sá sporðinn hverfa ofan í ánna. 

Þarna sló Simon 62 ára gamalt met D C Dinesen frá Kaupmannahöfn sem árið 1954 veiddi 136 cm lax úr ánni Skjern sem er talsvert sunnan við Holstebro á Jótlandi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert