Rjúpnaveiði á Grænlandi

Hin grænlenska Ena Rosing Nocolajsen með nokkra fugla sem hún …
Hin grænlenska Ena Rosing Nocolajsen með nokkra fugla sem hún veiddi með föður sínum á þessum slóðum í síðustu viku. NASF

Orri Vigfússon hefur hafið undirbúning að skotveiðiferðum til Grænlands þar sem miklar veiðilendur eru fyrir rjúpu.  Samkvæmt Orra er áætlað er að fljúga til Nuuk á vesturströndinni og veiða þar í nágrenninu og eru veiðisvæðin meðal annars nokkrar ákjósanlegar eyjar. 

Farið var á tilraunaveiðar þangað í síðustu viku og reyndist vera mikið af rjúpu á þessum slóðum. Fyrir nokkrum árum fékk Verndarsjóður villtra laxa (NASF) heimild landbúnaðarráðuneytisins til að koma með  til Íslands rjúpur skotnar á Grænlandi og verður nú sótt um endurnýjun á því leyfi.

Fyrirhugað er að fyrsta ferðin verði farin frá Íslandi 28. október næstkomandi og næsta ferð í mars á komandi ári og geta þeir sem hafa áhuga að kynna sér þessi tækifæri betur haft samband á netfangið orri@icy.is.

 

 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert