Bráðabirgðatölur fyrir laxveiðina í sumar

Mynd frá Hafrannsóknarstofnun um stangveiði í íslenskum ám frá 1974 …
Mynd frá Hafrannsóknarstofnun um stangveiði í íslenskum ám frá 1974 til 2016. Veiðinni er skipt í landaðan afla (blátt), veitt og sleppt (grænt) og veiði úr sleppingum gönguseiða (rautt).

Inn á vef Hafrannsóknarstofnunar hefur verið birt bráðabirgðasamantekt um laxveiði á stöng á landinu í sumar. Hin gamla Veiðimálastofnun, sem áður gerði slíkar samantektir, sameinaðist Hafrannsóknarstofnun þann 1. júlí síðastliðinn.

Helstu niðurstöður eru að góð veiði var á stórlaxi í flestum ám landsins, en minna af smálaxi. Þá var stangveiði almennt yfir langtíma meðaltali í flestum ám. 

Fram kemur að að alls veiddust um 53.600 laxar og í heild var fjöldi stangaveiddra laxa um 27% yfir langtímameðaltali áranna 1974-2015 sem er 42.137 laxar. Veiðin 2016 var hins vegar um 18.100 löxum minni en hún var 2015, þegar 71.708 laxar veiddust á stöng. Í tölum um heildarlaxveiði eru þeir laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða, eins og tíðkast í Rangánum, og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði, svokallað veiða og sleppa.

Veiðin sumarið 2016 fór almennt vel af stað var góð veiði af stórlaxi, sem er lax sem hefur dvalið tvö ár í sjó.  Smálaxagöngur sumarsins voru hinsvegar með rýrara móti og því dró víða úr veiði þegar líða tók á sumarið.

Í kjölfar góðrar smálaxveiði sumarið 2015 komu stórar göngur af  laxi með tveggja ára sjávardvöl sumarið 2016 enda var um sama gönguseiðaárgang að ræða. Vorið 2015 var með kaldara móti, en lágt hitastig getur hafa tafið útgöngu seiða og þar með stytt vaxtartímabil þeirra í sjó sem hafi komið fram í fækkun laxa úr þeim gönguseiðaárgangi sumarið 2016.

Greint er frá því að vatnshiti í ám hér á landi hefur almennt farið lækkandi frá árunum 2003 til 2015 og samfara því hefur vaxtarhraði seiða minnkað og seiðaframleiðsla ánna dregist saman. Sumarið í ár var aftur á móti með betra móti og útganga seiða gerðist á stuttum tíma sem oft hefur vitað á minni afföll og aukna laxgengd árið á eftir. Það hversu fáir smálaxar gengu í ár nú í sumar benda til að stórlaxagengd sumarið 2017 verði ekki mjög sterk.

Nánar má kynna sér þessa niðurstöðu hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert