Skotveiðifélag Íslands undirbýr kæru vegna sölu veiðileyfa á þjóðlendu

Rjúpnakarri
Rjúpnakarri falkasetur.is

Fram kemur inn á vef Ríkisútvarpsins fyrr í kvöld að Skotveiðifélag Íslands ætlar að kæra félag sem leigir út land til rjúpnaveiða í þjóðlendu á Norðurlandi. 

Þann 17. ág­úst síðastliðinn vakti stjórn svo­kallaðrar Sjálf­seign­ar­stofn­un­ar Grímstungu- og Haukagils­heiðar at­hygli á að skot­veiði fugla á Grímstungu­heiði, Haukagils­heiði og Lamba­tung­um hef­ur verið leigð til fyr­ir­tæk­is­ins Salmon Fis­hing Ice­land.  

Dúi Landmarka, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir í samtali við RÚV að veiðileyfasala í þjóðlendum verði ekki liðin og að mati félagsins hefur sjálfseignarstofnun fyrir Grímstungu- og Haukadalsheiði tekið sér alræðisvald með því að leigja það út til þriðja aðila.   

Þann 12. október síðastliðinn úrskurðaði forsætisráðaneytið að sveitarfélaginu Húnaþingi vestra væri óheimilt að gera rjúpnaveiði í þjóðlendum innan marka sveitarfélagsins leyfisskylda gegn gjaldi og kom sá úrskurður í kjölfarið á kæru frá Skotveiðifélagi Íslands. 

Fram kemur hjá Dúa að lögmaður Skotveiðifélagsins sé með í undirbúningi kæru á hendur sjálfseignarstofnuninni þar sem þess er krafist að fallið verði frá sölu veiðileyfa og að þeir sem standa að baki afsali sér þeim rétti sem þeir telja sig eiga til útleigu á gæðum og fuglaveiði inn á þjóðlendu.  

Fyrir liggur að Grímstungu- og Haukadalsheiði séu eignarlönd og því amist Skotveiðifélagið ekki við sölu veiðileyfi inn á þau svæði.  Lambatungur eru hins vegar þjóðlenda og því útilokað að selja veiðileyfi þar samanber ofangreindan úrskurð forsætisráðaneytisins.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert