Ný gistiaðstaða við Norðurá

Grunnurinn að hinni nýju gistiaðstöðu við Norðurá.
Grunnurinn að hinni nýju gistiaðstöðu við Norðurá. Bergsteinn Metúsalemsson

Fyrsta skóflustungan að nýrri svefnálmu við veiðihúsið við Norðurá í Borgarfirði var tekin 4. september síðastliðinn. Það þótti við hæfi að fyrrverandi og núverandi formaður veiðifélagsins, þau Sigurjón Valdimarsson á Glitstöðum og Birna G. Konráðsdóttir á Borgum, tækju fyrstu skóflustunguna. 

Sagt er frá því inn á vef árinnar að framkvæmdir hafi hafist með niðurrifi gömlu svefnálmunnar, sem var komin vel til ára sinna, en þar voru þrjú herbergi fyrir gesti og nokkur herbergi sem leiðsögumenn höfðu afnot af. Nú er vinnu við grunninn lokið og næst verða veggir reistir.

Öll 14 herbergi gesta munu hafa útsýni að ánni og verður aðbúnaður sem hæfir fjögurra stjarna gistingu. Skal framkvæmdum lokið fyrir 1. maí næsta vor.

Alls veiddust 1.342 laxar úr Norðurá í sumar en sumarið áður voru 2.886 færðir til bókar. Veiðin í sumar var því fremur döpur og nokkuð undir meðalveiði eins og víðar í Borgarfirðinum. Göngur smálaxa voru tregar og miklir þurrkar höfðu mikil áhrif á veiðina þegar leið á sumarið en hins vegar veiddist vel af stórlaxi í upphafi vertíðar og er langt síðan annað eins magn af stórum laxi hefur sést á sveimi í ánni. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert