Rjúpnaveiði hefst í fyrramálið

Hvít rjúpa að hausti.
Hvít rjúpa að hausti. Ómar Smári Ármansson

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun og munu fjölmargir ganga til rjúpna strax í birtingu í fyrramálið.  Verður fyrirkomulag veiðanna með sama sniði og verið hefur undanfarin þrjú ár og heimilt verður að veiða í tólf daga og sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 28. október til 20. nóvember. 

Heimilt verður að veiða frá föstudegi til sunnudags á þessu tímabili. Eins og verið hefur síðustu árin verður sölubann á rjúpunni og eru veiðimenn hvattir til að hafa hófsemi í fyrirrúmi og miði við fimm til sex rjúpur á hvern veiðimann. Náttúrustofnun lagði til í haust að heimilt yrði að veiða 40 þúsund rjúpur á þessu hausti en talningar bentu til þess að stofninn væri víðast hvar í niðursveiflu nema á Norðausturlandi.

Víða hafa landeigendur bannað veiðar á landsvæðum sínum eða selja aðgang inn á þau til veiðimanna.  Á þjóðlendum gildir þó almanna veiðiréttur og þar mega veiðimenn stunda veiðar séu þær ekki bannaðar af einhverjum sérstökum ástæðum. Samkvæmt skilgreiningu í svokölluðum Þjóðlendulögum telst þjóðlenda vera það landsvæði sem er utan eignarlands og telst því eign ríkisins samkvæmt lögunum.

Svokölluð Óbyggðarnefnd starfar á grundvelli þessara laga meðal annars við að skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra við eignarlönd. Sagt hefur verið að þegar þessi lög tóku gildi fól það í sér stærsta landnám í sögu landsins þar sem að land sem áður var talið án þekktra eigenda var lýst eign íslenska ríkisins. Hefur nefndin nú lokið málsmeðferð á 81,7% af landinu öllu og 98,7% af miðhálendinu.

Nánar má kynna sér yfirlitskort yfir þjóðlendur eftir niðurstöðu óbyggðarnefndar og dómstóla.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert