Rjúpnaveiðitímabilið fer vel af stað

Hvít rjúpa að hausti.
Hvít rjúpa að hausti. mbl.is/Ómar Smári Ármansson

Rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær en áætlað er að um fimm til sex þúsund manns gangi á hverju hausti til rjúpna. Dúi Jóhannsson Landmark, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir að í heild  fari veiðin vel af stað þó svo að veðrið mætti vera betra.

„Manni heyrist allir vera að fá eitthvað en þetta er mjög hófleg veiði á flestum stöðum. Sumir eru að fá eina á meðan aðrir eru að veiða fimm til tíu rjúpur en flestir virðast vera að ná sér í í matinn,“ segir Dúi.

Frétt mbl.is - Rjúpnaveiði hefst í fyrramálið 

Fyrirkomulag veiðanna er með sama sniði og verið  hefur undanfarin þrjú ár. Heimilt verður að veiða í tólf daga sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 28. október til 20. nóvember.

Dúi segir veðrið hafa verið veiðimönnum erfitt og það sé ein af ástæðum þess að veiðimenn vilja fá að hefja rjúpnaveiðina fyrr. „Ég er á Vesturlandi og hér er búið að vera rok og rigning. Það þarf úthald í þessu veðri, fólk þarf að vera tilbúið að leggja svolítið á sig en það ættu flestir að geta fengið í jólamatinn.“

Spurður hvar á landinu veiðin hefur verið best segist Dúi ekki hafa neinar áreiðanlegar tölur en almennt eru stærstu rjúpnasvæðin á Norðausturlandi. Hann segir stofninn vera í ágætu standi og að veiðin sé hófleg. „Þetta er hófleg og sjálfbær veiði og það er veitt undir þolmörkunum.“

Rjúpnaveiðitímabilið er hafið.
Rjúpnaveiðitímabilið er hafið. mbl.is/Golli
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert