Samantekt úr Laxá í Kjós

Kvíslarfoss í Laxá í Kjós í miklu vatni.
Kvíslarfoss í Laxá í Kjós í miklu vatni. Aardvark McLeod

Fram kem­ur á vef leigu­taka Laxár í Kjós að þar hafi veiðin verið með ró­leg­asta móti í ein­hverju mesta þurrka sumri í manna minn­um.

Sam­tals veidd­ust 603 lax­ar úr ánni sem er afar döp­ur veiði og hef­ur aðeins einu sinni síðan 1974 hef­ur heild­ar­veiðin verið minni, en það var árið 2012 þegar rúm­ir 500 lax­ar komu á land. Hins veg­ar var sára­bót að sjó­birt­ingsveiðin var oft á tíðum góð í sum­ar og marg­ir stór­ir birt­ing­ar komu á land. 

Lax­inn gekk snemma þetta árið og voru menn byrjaðir að sjá lax í ánni um miðjan maí. Hins veg­ar brugðust smá­laxa­göng­ur þegar leið á sumarið og var því óvenjuhátt hlut­fall stór­laxa, en 132 stór­lax­ar veidd­ust á móti 471 smá­laxi.  Nokkuð var af löx­um í yf­ir­stærð og stór hluti tveggja ára lax­anna yfir 80 cm. Stærstu lax­arn­ir reynd­ust vera 101 cm hæng­ur sem kom úr Efri-Gljúfr­um og ann­ar hæng­ur sem var 100 cm og veidd­ist á Reyni­valla­eyr­un­um.     

Sam­kvæmt seiðamæl­ing­um sem unnar voru í sumar er ástand á líf­ríki ár­inn­ar í góðu lagi, en ljóst er að heimt­ur smá­laxa á Faxa­flóa­svæðinu voru með allra minnsta móti. Mikið gekk niður af seiðum í vor, sem gæti gefið til­efni til bjart­sýni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert