Smöluðu rjúpum yfir á þjóðlendu

flickriver.com

Sagt er frá því inn á fréttamiðlinum Skessuhorninu að heimamenn á bænum Örnólfsdal, efst í Þverárhlíð í Borgarfirði, hafi orðið vitni að óvenjulegu háttarlagi rjúpnaskyttna í gær.

Fram kemur að Kristinn Egilsson á bænum hafði tekið eftir því að styggð var komin að fénu inn við afréttargirðingu og hafi hann ekið inn eftir til að kanna nánar með málið og þá mætt manni sem kom gangandi út úr kjarrinu. Kvaðst Kristinn hafa gefið sig á tal við manninn sem sagðist þá hafa verið að reka rjúpur úr landi Örnólfsdals inn fyrir afréttargirðinguna svo að félagi hans gæti skotið þær þar. Fram hafi komið hjá manninum að nú væri búið að skilgreina Tvídægru sem sem þjóðlendu og því mætti stunda þar skotveiði.

Mun neðsti hluti þess svæðis sem nefnist Tvídægra vera inn af Örnólfsdal og samkvæmt nýföllnum úrskurði  Óbyggðarnefndar er það svæði skilgreint sem þjóðlenda og því í eigu íslenska ríkisins. Kristinn kvaðst varla hafa trúað því sem maðurinn var að segja og finnst það ansi langt gengið að menn gangi svo langt að reka rjúpur úr heimalöndunum til þess að geta skotið þær í aðliggjandi þjóðlendu. Sagðist Kristinn vona að þetta gæfi ekki tóninn varðandi háttarlag annarra rjúpnaskyttna.

Fram kom að lokum að mennirnir hefðu náð að skjóta þrjár rjúpur með þessum hætti, að reka þær úr landi Örnólfsdals og inn á Tvídægru þar sem þær voru skotnar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert