Frábær veiði í Hlíðarvatni í sumar

Falleg bleikjuveiði úr Hlíðarvatni.
Falleg bleikjuveiði úr Hlíðarvatni. Einar Falur

Hlíðarvatn í Selvogi er eitt þekktast bleikjuvatn landsins og reyndist nýliðið sumar vera fengsælt og byrjaði veiði af krafi um leið og opnað var hinn 1. maí.  Hélst veiði nokkuð stöðug fram í byrjun september en þá minnkar ástundun yfirleitt mikið. 

Strandarkirkja er eigandi að veiðirétti við vatnið sem skipt er á mili fimm veiðifélaga sem skipta veiðidögum með sér í vatninu. Stangveiðifélag Hafnafjarðar er með fimm stangir, Ármenn er með þrjár stangir, Stangveiðifélag Selfoss með tvær, Stangaveiðifélagið Stakkavík með tvær og Árblik í Þorlákshöfn er með tvær. 

Þegar síðast fréttist var búið að vinna veiðitölur frá öllum þessum félögum nema hjá Árbliki og veiddust um 3.400 bleikjur, til viðbótar við nokkra væna sjóbirtinga. Þetta voru mikil umskipti frá árinu 2015 þegar aðeins veiddust 843 bleikjur allt sumarið sem var eitt hið daprasta veiðisumar við vatnið í fjölda ára. Veiðin sveiflast oft talsvert mikið á milli ára en afrennsli er úr því til sjávar við Vogs­ó­s, en ekkert sjáanlegt yfirborðsvatn rennur í það. 

Meðalþyngd hefur farið vaxandi síðustu árin og á hverju sumri veiðast nokkrar hlussur sem eru á bilinu 5 til 7 pund.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert