Sjóbirtingar úr Laxá í Kjós í Trout & Salmon

Forsíða á haustútgáfu Trout & Salmon.
Forsíða á haustútgáfu Trout & Salmon.

Greint er frá því inn á vef leigutaka Laxár í Kjós að í næsta tölublaði breska tímaritsins Trout & Salmon verði meðal annars fjallað um merkilegan stofn sjóbirtings sem er að finna í ánni. Tímaritið er eitt hið virtasta í heimi stangveiðinnar og það útbreiddasta í Evrópu og er gefið út mánaðarlega.

Fram kemur að í sumar sem leið var um 400 sjóbirtingum landað úr ánni en aðeins voru færðir til bókar fiskar yfir 3 pund. Þetta var kærkomin viðbót við laxveiðina sem var óvenju döpur í ánni í sumar, en að allt of margir veiðimenn líta á birtinginn sem annars flokks meðafla þegar þeir eru á laxveiðum.

Geta sjóbirtingarnir oft verið mjög stórir  í Laxá og meðalþungi þeirra er oft á tíðum meiri heldur en laxins.  Laxá í Kjós er að mati margra ein mesta sjóbirtingsveiðiá landsins og enginn eftirbátur margra þekktra sjóbirtingssvæða í Skaftafellssýslu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert