Fimmta besta veiðiár í Veiðivötnum

Stærsti fiskurinn úr Veiðivötnum í sumar, 12,5 punda urriði úr …
Stærsti fiskurinn úr Veiðivötnum í sumar, 12,5 punda urriði úr Ónefndavatni sem tók heimatilbúinn spún. Bryndís Magnúsdóttir

Þann 18. september síðastliðinn lauk veiðitímabilinu í Veiðivötnum á Landmannaafrétti. Inn á sérstökum fréttavef fyrir vötnin kemur fram að þar hafi heildarveiði hafi verið mun meiri en undanfarin ár.

Alls veiddust 27444 fiskar á veiðitímanum frá 18. júní til 18. september og var veiðiárið 2016 er fimmta besta árið frá upphafi skráningar í Veiðivötnum og það besta frá 2011.  Á stöng er veitt frá 18. júní til 24. ágúst, en þá hefst netaveiðitímabil veiðifélags Landmannaafréttar en einnig er heimilt að veiða þá á stöng. 

Alls veiddust 21659 fiskar á stöng og þar af fengust 593 fiskar á stöng á meðan netaveiðitímabilinu stóð. Í netin komu 5785 fiskar sem er svipuð veiði og undanfarin ár.

Á stangveiðitímanum veiddust 21066 fiskar, sem skiptust í 8984 urriðar og 12082 bleikjur. Að þessu sinni veiddust flestir fiskar á stöng í Snjóölduvatni en þar komu 5012 á land. Litlisjór var næstur með 4952 fiska. Langavatn, Nýjavatn, Hraunvötn og Ónýtavatn gáfu einnig góða veiði.

Stærsti fiskur sumarsins var 12,5 punda urriði sem kom úr Ónefndavatni og þá kom annar. 12,4 punda urriði úr Hraunvötnum. Mesta meðalþyngdin var 5,30 pund í Grænavatni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert