Stór fiskur á land í Kjós

Glímt við lax í Pokafossi í Laxá í Kjós í …
Glímt við lax í Pokafossi í Laxá í Kjós í morgun. hreggnasi.com

Sagt er frá því á vef veiðifélagsins Hreggnasa, sem leigir Laxá í Kjós, að þar hafi stórlaxi verið landað í opnunarhollinu sem lauk veiðum í hádeginu.

Fram kemur að 102 cm lax hafi komið á land úr Pokafossi sem er talsvert ofarlega á ánni, á svæði fjögur, skammt ofan við Vindáshlíð.

Þá er greint frá því að 29 löxum hafi verið landað í opnunarhollinu á 6 stangir eftir tveggja og hálfs dags veiði og gaf Bugða meðal annars tvo laxa í morgun. Áin er vatnsmikil og bólgin eftir miklar rigningar síðustu daga.  

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert