Vatnsdalsá opnaði í gær

Gömul mynd úr Hnausastreng.
Gömul mynd úr Hnausastreng. Pétur Pétursson

Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu opnaði í eftirmiðdaginn í gær og urðu veiðimenn varir við lax upp um alla á. Aðstæður voru hins vegar veiðimönnum erfiðar.

Að sögn Péturs Péturssonar, leigutaka árinnar, brast á mjög stíf suðaustan átt þegar veiðimenn voru að gera sig klára til að hefja veiðar síðdegis í gær þannig að vönustu veiðimenn áttu stökkustu vandræðum með fluguköstin jafnvel þó tvíhendur væru notaðar. Við þessar aðstæður rótast mikið grugg upp úr Flóðinu og er áin kolmórauð þar fyrir neðan sem hefur slæm áhrifa á þekkta veiðistaði eins og Hnausastreng og Hólakvön.

Þrátt fyrir þessar aðstæður þá komu fjórir laxar á land fyrstu vaktina, tveir úr Hnausastreng, einn úr Hólakvörn og sá fjórði úr Torfhvammshyl sem er mjög ofarlega í Forsæludal og var sá með halalús.  Sá stærsti var 99 cm hængur úr Hnausastreng, en hinir þrír voru allir yfir 80 cm.

Þá settu menn í lax víða um ána og meðal annars í Álku sem er tveimur vikum á undan áætlun í venjulegu ári að sögn Péturs.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert