Vikulegar veiðitölur Landssamband veiðifélaga

Stórlaxi landað úr Kerafossi í Fitjá á opnunardaginn.
Stórlaxi landað úr Kerafossi í Fitjá á opnunardaginn. Höskuldur B. Erlingsson

Landsamband veiðifélaga hefur í gegnum árin tekið saman vikurlegar veiðitölur í 25 ám og birta þær vikulega á vef sínum í rúman áratug. Í gærkvöldi birtist samantekt um laxveiðina þegar flestar ár hafa opnað eða eru við það að fara opna.

Mesta athygli hlýtur að vekja að nýtt veiðisvæði til stangveiða við Urriðafoss í Þjórsá hefur gefið flesta veidda laxa, en þar er aðeins veitt á tvær stangir og er um tilraunaverkefni að ræða á milli landeiganda og Icelandic Outfitters. Fram að þessu hefur þetta svæðið aðallega verið stundað til netaveiða á laxi. Veiðimenn sem veiddu svæðið fyrir tveimur dögum síðan fengu 31 lax á stangirnar tvær.

Eftir samantekt á veiðitölum í gærkvöldi þá lítur listinn þannig út þegar honum er stillt upp eftir fjölda veiddra laxa:

  1. Urriðafoss í Þjórsá opnaði 1. júní með 305 laxa.
  2. Þverá og Kjarrá í Borgarfirði opnaði 10. júní með 256 löxum.
  3. Norðurá í Borgarfirði opnaði 3. júní með 233 laxa.
  4. Miðfjarðará í Húnavatnssýslu opnaði 15. júní með 170 laxa.
  5. Blanda opnaði 5. júní með 126 laxa.
  6. Haffjarðará opnaði 17. júní og er var með 76 laxa.
  7. Ytri-Rangá opnaði 20. júní og var með 45 laxa.
  8. Langá á Mýrum opnaði í gær, 21. júní, og veiddust fyrsta daginn 38 laxar.
  9. Víðidalsá og Fitjá opnuðu 20. júní hafa veiðst 37 laxar á fyrstu tveimur dögunum.
  10. Laxá í Kjós opnaði þann 19. júní og þar höfðu í gærkvöldi veið 31 laxar.
  11. Laxá í Leirársveit opnaði 17. júní og þar var í gær búið að skrá 27 laxa.
  12. Vatnsdalsá opnaði á hádegi 20. júní og var búið að landa 16 löxum.
  13. Fnjóská opnaði 17. júní og þar var í gærkvöldi búið að landa 4 löxum.

Að mati Landssambands veiðifélaga þá virðist veiði almennt fara vel af stað þetta veiðitímabilið og mönnum ber saman um að það séu góðar heimtur úr hafi, bæði hvað stórlax og smálax varðar. Lax hafi gengið snemma þetta sumarið og fiskur sé afskaplega vel á sig kominn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert